Sjálfvirkt vökvunarkerfi

9.995 kr.

Hentugt sjálfvirkt vökvunarkerfi fyrir allt að 8 blómapotta í einu. Frábært til að halda plöntunum vökvuðum og góðum í fríinu. Þetta vökvunartæki er endurhlaðanlegt og stillanlegt. Hægt er að stilla vökvunartímabil frá 1-9 daga og lengd vökvunar í sekúndum. Inniheldur málmsnaga fyrir tækið, þrefaldan T tengibúnað, slöngur og 8 vökvunarbrodda sem stingast í moldina. Svo þarf bara að stinga slöngunni í eitthvað vatnsílát (ílát fylgir ekki).

Tækið hefur vökvaflæði upp á 1200ml/mín (±100 ml) og virkar í hita frá 5-50°C. Einnig er hægt að vökva handvirkt með hnappi á tækinu. Leiðbeiningar fylgja.

Í boði sem biðpöntun

Vörunúmer: V0103438 Flokkur:

Lýsing

  • Efni: ABS, PP, PVC, sílíkon, ryðfrítt stál
  • USB hleðsla: Inniheldur USB yfir í micro-USB snúru
  • Hentar fyrir allt að 8 plöntur í einu
  • Vatnsflæði: 1200 ml/mín (±100 ml)
  • Afl: 4 W
  • Rafhlaða: Li-ion 2000 mAh
  • DC Inn: 5 V / 1 A
  • U.þ.b. mál: 6,5 x 9 x 4,5 cm